NLSH hefur með reglulegum hætti haldið kynningarfundi með samtökum sjúklinga.

Ögmundur Skarphéðinsson frá Corpus, einn af hönnuðum Nýs meðferðarkjarna, kynnti teikningar af nýjum spítala á fundi þar sem fulltrúar frá hinum ýmsu sjúklingasamtökum

komu með ábendingar varðandi hönnun meðferðarkjarnans.

Nýr heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fjallar um heilbrigðismálin í grein í Morgunblaðinu í dag.


Þar kemur fram að áhersla nýrrar ríkisstjórnar sé á heilbrigðismálin.


Svandís segir;


„Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023“.

Í fréttum RÚV sjónvarps ef haft eftir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra að bygging nýs Landspítala við Hringbraut sé mikilvægasta verkefnið í hans ráðuneyti.

„Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að við stefnum á að meðferðarkjarninn sem er svona hryggjarstykkið, hjartað í Nýja Landspítalanum, verði tekið í notkun fyrir árið 2023 eða í seinasta lagi 2023, „ segir Óttar Proppé.

Einnig kemur fram að gert sé ráð fyrir fjármagni til verkefnisins og stefnt sé að því að tryggja 4,4 milljarða króna á fjárlögum næsta árs til að tryggja framgang verkefnisins.

Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að nýr Landspítali verði byggður á næstu árum.

Þar er gert ráð fyrir að byggingaframkvæmdir á nýjum meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi verði boðnar út á næsta ári.

Mbl.is fjallar um málið hér

Fjallað er um Hringbrautarverkefnið í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.

Þar fer Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH yfir hið viðamikla framkvæmdaverkefni Hringbrautarverkefnið.

Í viðtalinu fer Gunnar yfir uppbygginguna við Hringbraut þar sem nýr meðferðarkjarni mun rísa ásamt rannsóknarhúsi og bílastæða – tækni og bílastæðahúsi.

Uppbyggingunni á að vera lokið 2023.

Nýr heilbrigðisráðherra, Óttar Pooppe, segir í viðtali við Morgunblaðið að hann vilji hraða uppbyggingu við Hringbraut.


„Spýta þarf í lófana og hefja vinnu við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hjúkrunarheimila og huga jafnframt að mönnun margra heilbrigðisstétta“, segir Óttar.


Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.


„Sem betur fer erum við nú komin af stað með það. Meðferðarkjarninn er fjármagnaður í fjármálaáætlun.“ Vilji sé til þess að hann verði kominn í notkun fyrir árið 2023, segir Óttar jafnframt.

 

Frétt um málið má sjá hér

Hönnun nýs meðferðarkjarna í Hringbrautarverkefninu er stórt og umsvifamikið verkefni.

Hönnun nýja spítalans gengur vel og stóð NLSH fyrir upplýsinga – og kynningarfundi þar sem Corpus, sem vinnur að hönnuninni, kynntu nýjustu teikningar í meðferðarkjarnanum.

Stefnt er að því að nýr meðferðarkjarni rísi árið 2023.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um að hraða eigi uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.


Bygging nýs meðferðarkjarna á að ljúka eigi síðar en í árslok 2023.


Nú er unnið að hönnun nýs meðferðarkjarna og gengur sú vinna vel.

Verkefnastjórar NLSH leggja mikla áherslu á samráð við ýmsa hópa vegna skipulagningar og hönnunar í Hringbrautarverkefninu.


Haldnir eru reglulegir fundir með fulltrúum helstu sjúklingasamtaka þar sem leitað er álits fulltrúa sjúklinga á ýmsum þáttum sem varða hönnun nýs Landspítala.


Einnig fá fulltrúar sjúklingasamtaka nýjustu upplýsingar af stöðu Hringbrautarverkefnisins hverju sinni.

Gunnar Svavarsson,framkvæmdastjóri NLSH, var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun.

Þar fór Gunnar yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins.

Í viðtalinu kemur m.a. fram að lokið verði við byggingu nýs Landspítala árið 2023 eins og áætlanir gera ráð fyrir.


Hér má hlusta á viðtalið við Gunnar