Í Hringbrautarverkefninu er m.a. unnið að samræmingarhönnun milli hönnunarhópa.


Nýlega var sameiginlegur vinnufundur með Corpus hópnum og Spital hópnum.


Spital hópurinn varð hlutskarpastur í samkeppni um áfangaskipt heildarskipulag og forhönnun fyrir fyrsta áfanga Hringbrautarverkefnisins.


Í SPITAL teyminu eru ASK arkitektar, Bjarni Snæbjörnsson arkitekt, Kanon arkitektar, Medplan, Teiknistofan Tröð, Landark, Efla verkfræðistofa, Lagnatækni og Norconsult.


Corpus hópurinn vinnur að fullnaðarhönnun á nýjum meðferðarkjarna sem verður tekinn í notkun 2023. Í Corpus teyminu eru Hornsteinar arkitektar, Basalt arkitektar, LOTA verkfræðistofa,

VSÓ Ráðgjöf, TRIVIUM ráðgjöf, NIRAS, De Jong Gortmaker Algra, Buro Happold engineering, Reinertsen og Asplan Viak.

 

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Í fréttum RÚV sjónvarps ef haft eftir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra að bygging nýs Landspítala við Hringbraut sé mikilvægasta verkefnið í hans ráðuneyti.

„Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að við stefnum á að meðferðarkjarninn sem er svona hryggjarstykkið, hjartað í Nýja Landspítalanum, verði tekið í notkun fyrir árið 2023 eða í seinasta lagi 2023, „ segir Óttar Proppé.

Einnig kemur fram að gert sé ráð fyrir fjármagni til verkefnisins og stefnt sé að því að tryggja 4,4 milljarða króna á fjárlögum næsta árs til að tryggja framgang verkefnisins.

Í hönnunarferli meðferðarkjarnans koma að margir sérfræðingar.

Buro Happold er einn af fjölmörgum erlendum aðilum sem koma að verkefninu og héldu nýlega kynningarfund.

Sérfræðiþekking fyrirtækisins snýr að flæði fólks og flutninga í nýja meðferðarkjarnanum sem verið er að hanna.

Í Hringbrautarverkefninu er viðhaft viðamikið samráð við fjölbreytta hópa.

Á kynningu fyrir fulltrúum frá Reykjavíkurborg fór Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt frá Corpus yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins.

Var farið yfir hönnun nýs meðferðarkjarna sem er stærsta byggingin í þessu stóra verkefni.

Nýtt sjúkrahótel verður tekið í notkun á þessu ári og áætlað er að taka nýjan meðferðarkjarna í notkun árið 2023.

Fjallað er um Hringbrautarverkefnið í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.

Þar fer Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH yfir hið viðamikla framkvæmdaverkefni Hringbrautarverkefnið.

Í viðtalinu fer Gunnar yfir uppbygginguna við Hringbraut þar sem nýr meðferðarkjarni mun rísa ásamt rannsóknarhúsi og bílastæða – tækni og bílastæðahúsi.

Uppbyggingunni á að vera lokið 2023.

Samtökin Spítalinn okkar héldu árlegan aðalfund 2.mars. Ný stjórn var endurkjörin og farið var yfir starfið á síðasta starfsári.

Gestir fundarins voru Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, sem fór yfir nýjustu fréttir af Hringbrautarverkefninu og Ögmundur Skarphéðinsson frá Corpus sem fór yfir hönnun meðferðarkjarnans.

Hönnun nýs meðferðarkjarna gengur vel og áætlað er að hann verði tekinn í notkun 2023.

Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir kynningarfundi 13.febrúar um stöðu Hringbrautarverkefnisins.

Fulltrúar frá NLSH sem kynntu nýjustu stöðu verkefnisins og þar ber hæst hönnun á nýjum meðferðarkjarna.

Fundurinn var vel heppnaður og margar fyrirspurnir bárust frá fundargestum.

NLSH hefur lagt ríka áherslu á samvinnu við sjúklingasamtök hvað varðar hönnun og undirbúning í Hringbrautarverkefninu.

Í dag var rýmingaráætlun vegna byggingar nýja sjúkrahótelsins í Hringbrautarverkefninu virkjuð.

Að komu verktakar sem standa að byggingu sjúkrahótelsins ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Æfingin gekk að óskum og að henni lokinni kynntu slökkviliðsmenn sér brunavarnir og öryggismál sjúkrahótelsins sem verður tekið í notkun á árinu 2017.

Nýr heilbrigðisráðherra, Óttar Pooppe, segir í viðtali við Morgunblaðið að hann vilji hraða uppbyggingu við Hringbraut.


„Spýta þarf í lófana og hefja vinnu við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hjúkrunarheimila og huga jafnframt að mönnun margra heilbrigðisstétta“, segir Óttar.


Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.


„Sem betur fer erum við nú komin af stað með það. Meðferðarkjarninn er fjármagnaður í fjármálaáætlun.“ Vilji sé til þess að hann verði kominn í notkun fyrir árið 2023, segir Óttar jafnframt.

 

Frétt um málið má sjá hér