Nú fer að styttast í að fyrsta byggingin í Hringbrautaverkefninu, sjúkrahótelið verði tilbúið.

Sjúkrahótelið, sem er með 75 herbergi, mun breyta miklu meðal annars fyrir fólk af landsbyggðinni sem leita þarf heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala segirí viðtali á ruv.is:


„ Að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem er að sækja þjónustu sem er ekki veitt í heimabyggð. Svo að veita konum af landsbyggðinni gistingu nálægt fæðingardeild meðan beðið er fæðingar sérstaklega ef að er um áhættufæðingar að ræða.“


Guðlaug Rakel segir að til standi að vera með aðstöðu fyrir fjölskyldur á sjúkrahótelinu.


Nýja sjúkrahótelið verður tekið í notkun í byrjun árs 2018.

 

Frétt um málið má sjá hér

 

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að rekstur nýja sjúkrahótelsins verði boðinn út.

Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur hótelsins í samvinnu við Ríkiskaup. 

Markmiðið með rekstri hótelsins er að útvega fólki af landsbyggðinni gistingu sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda, styðja við bataferli sjúklinga og að bjóða aðstandendum upp á gistingu.

Sjúkrahótelið verður tekið í notkun í byrjun árs 2018.

Frétt um málið má sjá hér

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Hönnunarmars 2017 stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Eru þar sýndir helstu byggingareitir sem byggja á í miðborg Reykjavíkur.

Nýtt sjúkrahótel, sem tekið verður í notkun síðar á árinu, er hluti af Hönnunarmars 2017.

Eftir þvi sem Hringbrautarverkefninu framvindur munu bætast fleiri líkön við sýninguna þ.e. meðferðarkjarninn, rannsóknarhús og bílastæða - tækni og skrifstofuhús


VERKIS ER TIL FYRIRMYNDARVerkís, sem sér um verkeftirlit hins nýja sjúkrahótels, fékk nýlega afhent forvarnarverðlaun VÍS.

Hjá Verkís er mikil áhersla lögð á alhliða öryggi og er haft eftir talsmönnum fyrirtækisins að fjárfesting í forvörnum og öryggi skili sér margfalt til baka.

 

Í dag var rýmingaráætlun vegna byggingar nýja sjúkrahótelsins í Hringbrautarverkefninu virkjuð.

Að komu verktakar sem standa að byggingu sjúkrahótelsins ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Æfingin gekk að óskum og að henni lokinni kynntu slökkviliðsmenn sér brunavarnir og öryggismál sjúkrahótelsins sem verður tekið í notkun á árinu 2017.

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, opnaði í dag nýja götu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingu í Hringbrautarverkefninu við Landspítala Hringbraut.

Fulltrúar frá sjúklingasamtökum tóku þátt í athöfninni með þvi að opna götuna formlega með ráðherra. Að því loknu gengu fulltrúar sjúklingasamtaka með ráðherra eftir nýju götunni sem liggur frá Barónsstíg að K-byggingu Landspítala samhliða nýju sjúkrahóteli sem tekið verður í notkun 2017.

Bygging sjúkrahótelsins gengur vel og er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Landspítala (NLSH) við Hringbraut. Í sjúkrahótelinu verða 75 herbergi og með tilkomu þess breytist aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur mikið til batnaðar.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra: "Það var ánægjulegt að taka þátt í þessum áfanga uppbyggingar í Hringbrautarverkefninu. Verklegar framkvæmdir við sjúkrahótelið ganga vel og opnun nýju götunnar er mikilvægur áfangi í heildaruppbyggingu nýs þjóðarsjúkrahúss."

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH: " Í dag er ástæða til að gleðjast. Það var ánægjulegt að fá fulltrúa frá sjúklingasamtökunum til liðs við okkur í dag við opnun götunnar. Uppbygging Hringbrautarverkefnisins gengur vel, nýtt sjúkrahótel rís senn sem mun gerbreyta aðstöðu sjúklinga og aðstandenda þeirra. Við horfum björtum augum á framtíðina og á þá uppbyggingu sem hér á stað. Að þessu verki koma fjölmargir aðilar og verkefnið gengur vel“.


Nöfn fulltrúa frá sjúklingasamtökum sem tóku þátt í athöfninni:

Ólína Ólafsdóttir MS félagið, Emil Thoroddsen Gigtarfélag Íslands , Guðjón Sigurðsson MND félagið, Sveinn Guðmundsson Hjartaheill , Bergþór Böðvarsson Geðhjálp, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir Öryrkjabandalag Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir Landssamtökin Þroskahjálp, Sigrún Gunnarsdóttir Krabbameinsfélag Íslands.

Nánari upplýsingar um sjúkrahótelið en það verður tekið í notkun 2017.

Aðalhönnuður sjúkrahótelsins er KOAN-hópurinn en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spitalhópnum. Húsið verður prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistarmanni. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir og kjallari. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð. Hótelið mun tengjast barnaspítala og kvennadeild um tengigang.

Gunnar Svavarsson,framkvæmdastjóri NLSH, var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun.

Þar fór Gunnar yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins.

Í viðtalinu kemur m.a. fram að lokið verði við byggingu nýs Landspítala árið 2023 eins og áætlanir gera ráð fyrir.


Hér má hlusta á viðtalið við Gunnar

Bygging Sjúkrahótelsins gengur vel og byggingin farin að taka á sig mynd.

Stefnt er að þvi að hið nýja og glæsilega Sjúkrahótel, sem er fyrsta nýbyggingin í Hringbrautarverkefninu, verði tekin í notkun á vordögum 2017.