Föstudaginn 4. maí voru opnuð tilboð vegna verðkönnunar í hótelsjónvörp og merkingar fyrir sjúkrahótel NLSH.


Í sjónvörp fyrir hótelið barst eitt tilboð frá Heimilistækjum upp á kr. 10.379.352


Í merkingar bárust eftirtalin tilboð:


Merking. kr 950.208
SB skilti. kr 2.328.200 kr
Merkismenn. kr 1.635.516 kr

Undirrítaður hefur verið samningur við Fastus um kaup á raftækjum í sjúkrahótelið.

Samninginn undirrituðu fyrir hönd NLSH Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri og Erlendur Árni Hjálmarsson verkefnastjóri og fyrir hönd Fastus Einar Hannesson og Steinar Sigurðsson.

 

Eftir vinnslu útboðs hjá Ríkiskaupum, um kaup á húsgögnum í nýja sjúkrahótelið, verður gengið til samninga við Pennann og við Sýrusson hönnunarhús.


Undirrítaður hefur verið samningur við Sýrusson hönnunarhús.


Samninginn undirrituðu fyrir hönd NLSH Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri og Reynir Sýrusson frá Sýrusson hönnunarhúsi.

Unnið er að gerð útboða vegna búnaðar í nýtt sjúkrahótel sem tekið verður í notkun á árinu.

Lokið er vinnslu hjá Ríkiskaupum á yfirferð útboða í rúm, húsgögn og í rafmagnstæki.

Gengið verður til samninga við Fastus ehf um kaup á rúmum og rafmagnstækjum og við Pennann og Sýrusson hönnunarhús um kaup á húsgögnum.

Unnið er að útboðum í tæki fyrir veitingaeldhús, gardínur, merkingar og sjónvörp í nýja sjúkrahótelið.

 

Nú fer að styttast í að fyrsta byggingin í Hringbrautaverkefninu, sjúkrahótelið verði tilbúið.

Sjúkrahótelið, sem er með 75 herbergi, mun breyta miklu meðal annars fyrir fólk af landsbyggðinni sem leita þarf heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala segirí viðtali á ruv.is:


„ Að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem er að sækja þjónustu sem er ekki veitt í heimabyggð. Svo að veita konum af landsbyggðinni gistingu nálægt fæðingardeild meðan beðið er fæðingar sérstaklega ef að er um áhættufæðingar að ræða.“


Guðlaug Rakel segir að til standi að vera með aðstöðu fyrir fjölskyldur á sjúkrahótelinu.


Nýja sjúkrahótelið verður tekið í notkun í byrjun árs 2018.

 

Frétt um málið má sjá hér

 

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að rekstur nýja sjúkrahótelsins verði boðinn út.

Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur hótelsins í samvinnu við Ríkiskaup. 

Markmiðið með rekstri hótelsins er að útvega fólki af landsbyggðinni gistingu sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda, styðja við bataferli sjúklinga og að bjóða aðstandendum upp á gistingu.

Sjúkrahótelið verður tekið í notkun í byrjun árs 2018.

Frétt um málið má sjá hér

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Hönnunarmars 2017 stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Eru þar sýndir helstu byggingareitir sem byggja á í miðborg Reykjavíkur.

Nýtt sjúkrahótel, sem tekið verður í notkun síðar á árinu, er hluti af Hönnunarmars 2017.

Eftir þvi sem Hringbrautarverkefninu framvindur munu bætast fleiri líkön við sýninguna þ.e. meðferðarkjarninn, rannsóknarhús og bílastæða - tækni og skrifstofuhús


VERKIS ER TIL FYRIRMYNDARVerkís, sem sér um verkeftirlit hins nýja sjúkrahótels, fékk nýlega afhent forvarnarverðlaun VÍS.

Hjá Verkís er mikil áhersla lögð á alhliða öryggi og er haft eftir talsmönnum fyrirtækisins að fjárfesting í forvörnum og öryggi skili sér margfalt til baka.