Deiliskipulag

deiliskipulagsmynd 550Skýringarmynd - 1. áfanga

Forkynning fór fram  á drögum að deiliskipulagi nýs Landspítala haustið 2011. Það tekur til framtíðarskipulags bygginga fyrir Landspítala, Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum á Landspítalalóðinni við Hringbraut.  Deiliskipulagsdrögin eru grundvölluð á tillögu SPITAL hönnunarhópsins sem bar sigur úr bítum í skipulags- og forhönnunarsamkeppni árið 2010.

landspitalireport030409Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Með uppbyggingunni við Hringbraut er ætlunin að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda m.a. meðferðar- og bráðakjarna, rannsóknarhús, dag- og göngudeildir, sjúkrahótel og húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs HÍ.

Umfangsmikil hönnunarvinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði í samstarfi við tugi notendahópa starfsfólks Landspítala, HÍ og fleiri aðila. Nýja deiliskipulagið mun leysa af hólmi skipulag frá 1976 með síðari breytingum. Einnig þarf að breyta deiliskipulagi Hringbrautar frá 2006 og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Reykjavíkur sem nú er í endurskoðun.

Hér má nálgast kynningarefni SPITAL vegna deiliskipulagvinnunnar og fleiri gögn:

Frekari upplýsingar um deiliskipulagsdrögin og verkefnið eru aðgengilegar hjá bygginganefnd NLSH (Nýr Landspítali ohf.) í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg (inngangur frá Egilsgötu).