Umferðarmál

Landsspítalinn er vel tengdur gagnvart almenningssamgöngum.Landsspítalinn er vel tengdur gagnvart almenningssamgöngum.Aðal umferðaræðin næst Landspítalasvæðinu er Hringbraut sem færð var suður fyrir spítalasvæðið fyrir nokkrum árum. Hún er aðal aðkomuleiðin að spítalasvæðinu og önnur helsta aðkomuleiðin er Snorrabraut og Bústaðavegur sem liggur að austurmörkum svæðisins. Gert er ráð fyrir að Snorrabraut verði áfram tvær akreinar í hvora átt.

Svæðið er vel tengt m.t.t. almenningssamgangna. Haustið 2010 stoppuðu átta strætisvagnaleiðir við Landspítalasvæðið. Frá Snorrabraut verður aðal aðkoma sjúkrabíla að neyðarmóttöku um Sóleyjargötu sem liggur frá Snorrabraut vestur að Barónsstíg miðsvæðis á reitnum. Gert er ráð fyrir að aðalleið strætisvagna til og frá svæðinu verði eftir Sóleyjargötu. Frá Eiríksgötu er gert ráð fyrir tveimur aðkomum að norðurhluta svæðisins fyrir aðföng og sorp. Frá Barónsstig er gert ráð fyrir aðkomu að svokölluðu sjúkrahóteli nyrst á svæðinu og að barnaspítala og kvennadeild nokkru sunnar. Einnig er gert ráð fyrir aðkomu fyrir sjúkrabíla rétt sunnan við meginaðkomu að barnaspítala.

Samkvæmt TMP (Technical master Plan) frá árinu 2007 var áætlað að umferðarsköpun spítalans yrði um 18 þúsund bílar á sólahring. Í fyrirhugaðri skipulagsvinnu er gert ráð fyrir að byggingamagn aukist og verða tölur um umferðarsköpun endurskoðaðar. Til samanburðar var sama umferð sex þúsund bílar á sólarhring skv. umferðarkönnun árið 1997.

Samgöngustefna

landspitaliÁhersla er á hjólreiðar í samgöngustefnu Landsspítala.Samgöngustefna Landspítalans var samþykkt vorið 2011 og tekur hún til áforma um byggingu nýs sjúkrahúss, því til grundvallar stefnunni liggur samkeppnislýsing um nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut, ásamt umhverfisstefnu spítalans og stefnu Reykjavíkurborgar og ríkisins í samgöngumálum.

Meginmarkmið samgöngustefnunnar er að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið vegna starfsemi spítalans, m.a. með því að dagar úr mengun vegna aksturs á vegum spítalans, bæta aðstæður þeirra sem velja aðra ferðamáta en einkabílinn og bæta umferðaröryggi og gera umhverfi spítalans öruggara
.