greinasafn

Í Fréttablaðinu 4.9 birtist grein eftir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Pál Matthíasson forstjóra Landspítala um málefni nýs Landspítala. Þar kemur fram að víðtæk samstaða sé um nauðsyn þess að endurnýja húsnæði Landspítala og að tími uppbyggingar sé runninn upp. Farið er ítarlega yfir þau rök sem liggja að baki staðarvals á Hringbraut. Fram kemur að við staðarvalið hafi verið horft til þriggja þátta, góðs aðgengis, hagkvæmni í uppbyggingu og samstarfs við stofnanir. Niðurstaðan sé ávallt sú sama að Hringbrautin hafi þá kosti sem vega þyngst hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra þátta.     Grein í heild sinni má sjá á visir.is      Handritsútgáfa grein:   Landspítali við Hringbraut   Víðtæk samstaða er um nauðsyn þess að endurnýja húsakost Landspítalans. Spítalinn nýtur trausts og velvildar landsmanna sem vilja hlúa að að starfsemi hans. Vilji Alþingis er skýr og hefur verið staðfestur með lögum. Stefna borgarstjórnar liggur fyrir í samþykktu skipulagi. Kyrrstaðan hefur verið rofin, tími uppbyggingar er runninn upp. Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut. Mikil vinna var lögð í að finna þann stað sem best hentaði uppbyggingu og rekstri til framtíðar og fékkst niðurstaðan eftir yfirlegu og ítarlega skoðun fagfólks með breiða…
Lesa nánar...
Í Morgunblaðinu 28.8 skrifar Reynir Arngrímsson formaður Læknaráðs Landspítalans um mikilvægi þess að hefja hið fyrsta byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut. „Ljóst er að staðan á Landspítala eftir langvinnt fjársvelti er algjörlega óásættanleg fyrir allan almenning sem og sjúklinga og starfsmenn spítalans. Fagfélög og stéttarfélög lækna og annarra heilbrigðisstétta hafa endurtekið bent á þær hættur sem slíkur langvinnur niðurskurður á rekstrarfé til spítalans hefur í för með sér“, segir Reynir Brot úr grein má sjá hér: Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur, haldinn í Kópavogi þriðjudaginn 27. maí 2014, hvetur heilbrigðisyfirvöld til að beita sér af fullu afli fyrir nauðsynlegri endurnýjun og uppbyggingu Landspítalans. Tafarlaus bygging sameiginlegs meðferðarkjarna með bráðamóttöku, legudeildum, skurðstofum og rannsóknadeildum á einum og sama stað er nauðsynleg til að viðhalda Landspítalanum sem þjóðarsjúkrahúsi, tryggja nútíma læknisþjónustu sem stenst alþjóðlegan samanburð og til að ná fram æskilegri hagkvæmni í rekstri. “ Í yfirlýsingu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra og Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélagsins frá 8. janúar 2015 er kveðið skýrt á um að starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala, endurnýjun tækja, samtengingu rafrænnar sjúkraskrár, eflingu heimilislækninga og svigrúmi til fyrsta flokks læknismeðferðar. Um þetta ríkir almenn sátt. Nú er komið að Alþingi, sem ekki má láta sitt eftir liggja…
Lesa nánar...
Í Morgunblaðinu 15.8 skrifar Reynir Arngrímsson formaður Læknaráðs Landspítalans um mikilvægi samstarfs Landspítala við Háskóla Íslands.  Reynir færir rök fyrir þvi að Nýr Landspítali eigi að rísa við Hringbraut.  „ Árið 2014 voru 1.605 nemar við nám á spítalanum. Þeir mega ekki gleymast þegar hugað er að húsnæði spítalans og skipulagi“, segir Reynir. Brot úr grein má sjá hér: Hljóti hugmyndir sem varpað hefur verið fram að undanförnu að flytja Landspítalann alfarið frá Hringbraut, almennan hljómgrunn verður einnig að huga að áformum um flutning heilbrigðisvísindasviðsins. Málið snýst ekki um örfáa kennara sem gætu ferðast á milli háskólasvæðis vestur í bæ og spítala í öðrum enda borgarinnar eins og fleygt hefur verið fram. Slíkt lýsir vanmati á kennsluhlutverki Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Málið er mun stærra í sniðum og varðar kennslu heilbrigðisstétta til framtíðar og aðstöðu ríflega 1.500 nema til náms í heilbrigðisfræðum og skyldum greinum. Í núverandi áætlunum er gert ráð fyrir að þeir hafi aðstöðu í nýju og endurbættu húsnæði heilbrigðisvísindasviðs sem hægt er að samnýta í námi þeirra innan spítalans. Allt í senn fyrirlestrasali, færnibúðir og sérhæfðar kennslustofur. Að aðskilja uppbyggingu spítalans og heilbrigðisvísindasviðsins væri óskynsamlegt og að tvístra starfseminni óheillavænlegt skref. Horfum til framtíðar.   Nemendur við Landspítala…
Lesa nánar...
02. júlí 2015 Greinaflokkurinn greinasafn Written by

Staðsetning háskólasjúkrahúss

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Guðmund Þorgeirsson yfirlækni á Landspítalanum. Guðmundur fjallar meðal annars um helstu rök fyrir þvi að Hringbraut varð fyrir valinu sem besti kosturinn fyrir nýjan Landspítala. Helstu rökin séu m.a. þau að nýtanlegt byggingarmagn sé mest á Hringbrautarlóðinni og því ódýrast að byggja við Hringbraut. Guðmundur ítrekar einnig mikilvægi þess að nýr Landspítali verði í nálægð við háskólasamfélagið og akademiska starfsemi, ekki síst með tilliti til þjónustu gagnvart sjúklingum og að Hringbrautarlóðin sé ákjósanleg með tilliti til umferðar og borgarskipulags.  „Landspítalinn gegnir óumdeildu lykilhlutverki í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Því betri tengsl og því nánari samvinna sem næst við aðrar stofnanir heilbrigðisþjónustunnar, heilsugæsluna, sérfræðiþjónustu utan spítala og önnur sjúkrahús, þeim mun öflugra er allt heilbrigðiskerfið. Landspítalinn hefur einnig þróast farsællega sem háskólaspítali og mikilvægur hluti af öflugum rannsóknarháskóla sem á í gjöfulu samstarfi við aðrar rannsóknarstofnanir.  Eftir langan meðgöngutíma er runninn upp tími lokahönnunar og framkvæmda og nú hillir undir nýjan og stórbættan húsakost Landspítala við Hringbraut. Með nýjum byggingum mun Landspítalinn eflast á öllum þeim mikilvægu sviðum sem lúta að öflun og miðlun þekkingar í heilbrigðisvísindum og hagnýtingu hennar í þágu heilbrigðis í landinu“ segir Guðmundur að lokum.
Lesa nánar...