greinasafn

Mikið hefur verið gert úr þeirri skoðun Ríkisendurskoðunar að nauðsynlegt sé að skýra stefnuna í heilbrigðisþjónustunni, sem minnst er á í annars ágætri skýrslu um sameiningu spítalanna í Reykjavík. Þetta er hraustlega mælt og sama gildir það sem haft er eftir forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss í Morgunblaðinu að leiðsögn frá heilbrigðismálaráðherra um stefnu spítalans mætti vera skýrari. Það er ágætt að menn tali hreint út en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn frekar leiður á sífelldum stefnuleysisumræðum, einkum um Landspítala - háskólasjúkrahús, vegna þess að mér finnst mönnum stundum sjást yfir að í daglegu starfi og í ákvörðunum sem verið er að taka frá degi til dags er fólgin stefna og stefnumótun. Einmitt þess vegna finnst mér ástæða til að leggja hér orð í belg.
Lesa nánar...