greinasafn

Stórstígar breytingar eru á starfsemi sjúkrahúsa frá ári til árs. Miklar framfarir hafa undanfarið orðið í rannsóknum og meðferð sjúklinga, sem margar hverjar fela í sér nýjar tæknilausnir. Þær þjóðir sem vilja bjóða sjúklingum góða þjónustu standa því frammi fyrir áskorunum um að reisa nýjar byggingar sem hæfa nútímalegri sjúkrahússtarfsemi. Nýbygging Landspítala við Hringbraut snýst um að íslensk sjúkrahúsþjónusta haldi takti við þróun þekkingar og tækni.
Lesa nánar...
Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. 
Lesa nánar...
Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. Það er rétt að þessi atriði hafa ekki verið mjög áberandi í almennri umræðu og það er mikilvægt að nú skuli loksins kominn fram aðili, sem ekki eigi beinna hagsmuna að gæta og treysti sér til að kveða upp úr um að megnið af allri hinni frjálsu umræðu hingað til, hafi í raun verið um aukaatriði.
Lesa nánar...
Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 
Lesa nánar...