greinasafn

„Djúpir eru Íslandsálar, en þó munu þeir væðir vera," sagði tröllkonan sem ætlaði að vaða frá Noregi til Íslands. Íslenskir læknar í starfi ytra eru þó ekki eins bjartsýnir um heimkomu og tröllkonan forðum. Í huga þeirra er einkum tvennt sem veldur þeirri dökku sýn: Laun og önnur lífskjör eru betri í útlöndum en á Íslandi. Öll starfsaðstaða er víðast hvar til fyrirmyndar, oft svo að um munar. Hér er sérstaklega hafður í huga samanburður við stærsta vinnustað lækna á Íslandi, Landspítala-Háskólasjúkrahús. 
Lesa nánar...
Er fyrirhuguð stækkun Landspítala gæluverkefni karla í lególeik?  Það má lesa úr skrifum Guðna Ágústssonar fyrrverandi  ráðherra sem skrifar grein í Fréttablaðið þann 17. janúar sl. undir yfirskriftinni: „Háskólaþorpið í Vatnsmýrinni“. Þar ræðir hann áform um stækkun Landspítala. Guðni finnur það verkefninu einna helst til foráttu að það sé gæluverk karla og hefur að hluta til eftir Guðjóni Baldurssyni lækni sem nýverið líkti stækkun spítalans við leik barna með kubba.
Lesa nánar...
Formaður nýs stjórnmálaafls Hægri grænna tjáir sig um nýja Landspítalann í Mbl. 14.jan. sl. og hallar réttu máli í flestum atriðum. Rétt er að upplýsa lesendur um staðreyndir þess helsta sem misfarið er með í grein formannsins.
Lesa nánar...
Mestu varðar hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. Markmið með sameiningu spítalanna Í Reykjavík var að skapa forsendur fyrir nútímalegan háskólaspítala. Í fyrsta lagi varðar það fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella sem nægilegur er til kennslu og rannsóknarstarfsemi. Í annan stað er um að ræða samþjöppun sérhæfðrar þekkingar starfsmanna og er forsenda þess að spítalinn geti sinnt nær öllum tegundum sjúkratilfella sem að höndum ber.
Lesa nánar...