25. ágúst 2015 Greinaflokkurinn greinasafn Written by  Reynir Arngrímsson

Alþingi taki af allan vafa – Landspítali í forgang

Í Morgunblaðinu 28.8 skrifar Reynir Arngrímsson formaður Læknaráðs Landspítalans um mikilvægi þess að hefja hið fyrsta byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut.

„Ljóst er að staðan á Landspítala eftir langvinnt fjársvelti er algjörlega óásættanleg fyrir allan almenning sem og sjúklinga og starfsmenn spítalans. Fagfélög og stéttarfélög lækna og annarra heilbrigðisstétta hafa endurtekið bent á þær hættur sem slíkur langvinnur niðurskurður á rekstrarfé til spítalans hefur í för með sér“, segir Reynir

Brot úr grein má sjá hér:

Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur, haldinn í Kópavogi þriðjudaginn 27. maí 2014, hvetur heilbrigðisyfirvöld til að beita sér af fullu afli fyrir nauðsynlegri endurnýjun og uppbyggingu Landspítalans. Tafarlaus bygging sameiginlegs meðferðarkjarna með bráðamóttöku, legudeildum, skurðstofum og rannsóknadeildum á einum og sama stað er nauðsynleg til að viðhalda Landspítalanum sem þjóðarsjúkrahúsi, tryggja nútíma læknisþjónustu sem stenst alþjóðlegan samanburð og til að ná fram æskilegri hagkvæmni í rekstri. “ Í yfirlýsingu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra og Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélagsins frá 8. janúar 2015 er kveðið skýrt á um að starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala, endurnýjun tækja, samtengingu rafrænnar sjúkraskrár, eflingu heimilislækninga og svigrúmi til fyrsta flokks læknismeðferðar. Um þetta ríkir almenn sátt. Nú er komið að Alþingi, sem ekki má láta sitt eftir liggja að tryggja fjármögnun til endurnýjunar húsakosts Landspítalans.