Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Guðmund Þorgeirsson yfirlækni á Landspítalanum. Guðmundur fjallar meðal annars um helstu rök fyrir þvi að Hringbraut varð fyrir valinu sem besti kosturinn fyrir nýjan Landspítala. Helstu rökin séu m.a. þau að nýtanlegt byggingarmagn sé mest á Hringbrautarlóðinni og því ódýrast að byggja við Hringbraut.

Guðmundur ítrekar einnig mikilvægi þess að nýr Landspítali verði í nálægð við háskólasamfélagið og akademiska starfsemi, ekki síst með tilliti til þjónustu gagnvart sjúklingum og að Hringbrautarlóðin sé ákjósanleg með tilliti til umferðar og borgarskipulags.

 „Landspítalinn gegnir óumdeildu lykilhlutverki í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Því betri tengsl og því nánari samvinna sem næst við aðrar stofnanir heilbrigðisþjónustunnar, heilsugæsluna, sérfræðiþjónustu utan spítala og önnur sjúkrahús, þeim mun öflugra er allt heilbrigðiskerfið. Landspítalinn hefur einnig þróast farsællega sem háskólaspítali og mikilvægur hluti af öflugum rannsóknarháskóla sem á í gjöfulu samstarfi við aðrar rannsóknarstofnanir.  Eftir langan meðgöngutíma er runninn upp tími lokahönnunar og framkvæmda og nú hillir undir nýjan og stórbættan húsakost Landspítala við Hringbraut. Með nýjum byggingum mun Landspítalinn eflast á öllum þeim mikilvægu sviðum sem lúta að öflun og miðlun þekkingar í heilbrigðisvísindum og hagnýtingu hennar í þágu heilbrigðis í landinu“ segir Guðmundur að lokum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala hefjast á þessu kjörtímabili.  Hann segir jafnframt að húsakostur Landspítala sé orðinn úreltur og svari ekki kröfum nútímans.

Kristján Þór Júlíusson segir endurbóta þörf í íslensku heilbrigðiskerfi. Varðandi byggingu nýs Landspítala segir hann að treysta þurfi grunn heilbrigðisþjónustunnar áður en hafist verður handa við byggingu. Hann segir að það eigi að byggja spítalann upp þegar réttar aðstæður skapast, ekki síst fjárhagslega og þegar fyrir liggur hvaða hlutverki spítalinn eigi að gegna í heilbrigðisþjónustu í landinu.

Fréttina má sjá hér: http://vb.is/frettir/94161/

Jóhannes M. Gunnarsson læknirGyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingurÞriðji hver Íslendingur, hvaðanæva af að landinu fær árlega þjónustu á Landspítala. Því er endurnýjun spítalans, sem nú stendur fyrir dyrum, mál allra landsmanna. Hagur sjúklinga er hafður í fyrirrúmi við þá uppbyggingu sem framundan er. Nýr spítali mun tryggja að Landspítali standi undir nafni sem þjóðarspítali sem tryggir að íslensk sjúkrahúsþjónusta standi jafnfætis þjónustu í löndum sem við berum okkur saman við. Með samhliða uppbyggingu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands skapast vel boðlegt kennslu- og rannsóknarumhverfi háskólaspítala.

Mikill akkur er í því að endurnýja spítalann. Endurnýjunin mun í senn auka öryggi sjúklinga, bæta meðferðarmöguleika og aðstæður og skapa hagkvæmara rekstrarumhverfi.  Áætlanir gera ráð fyrir að lokið verði við fyrsta áfanga í ársbyrjun 2018.

Endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst ekki um lúxus og er mál alls samfélagsins. Þetta kemur fram í viðtali Fréttatímans við Bylgju Kærnested, hjúkrunardeildarstjóra hjartadeildar Landspítala.

Við megum ekki bíða deginum lengur með að bregðast við fjölgun eldri borgara á Íslandi segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, í viðtali sem birtist í Fréttatímanum á dögunum. Hún segir endurnýjun á húsnæði spítalans vera eina forsendu þess að hægt sé að tryggja örugga og fullnægjandi þjónustu við hinn stóra hóp eldri landsmanna til framtíðar.

Nýbygging Landspítala er til þess að stórbæta aðstöðu sjúklinga og starfsmanna og ná sparnaði í rekstrarkostnaði með sameiningu starfseminnar, segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala, í grein í Morgunblaðinu.

Samstarfið á milli Háskóla Íslands og Landspítalans er afar mikilvægt, bæði hvað varðar menntun og þjálfun nema, og vísindastarf og nýsköpun, að því er fram kom í máli Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, sem hélt erindi á samráðsþingi Nýs Landspítala sem haldið var í Hringsal Landspítala Háskólasjúkrahúss í gær. 

Algengt er að karlar og konur deili herbergjum á legudeildum Landspítalans vegna húsnæðisvanda, að því er fram kemur í frétt Jóns Péturs Jónssonar blaðamanns á fréttavefnum mbl.is.  Sjúklingar og starfsmenn eru ekki hrifnir af þessari ráðstöfun en þar sem skortur er á einbýli er oft ekki annarra kosta völ.

Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þar kom einnig fram að hugmyndir séu um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans.