Í fréttum RÚV sjónvarps 14.október var rætt við Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, um hvernig nýr Landspítali við Hringbraut falli að skipulagi borgarinnar.Hún segir að staðsetningin falli best að aðalskipulagi Reykjavíkur og markmiðum þess um þéttingu byggðar og aukna samkeppnishæfni Reykjavíkur á alþjóðavísu.

„Það er stórt byggingarland hérna, það er nálægð við spítalann. Það er nálægt við stórar stofnbrautir. Það eru í nálægð við fyrirhugaða samgöngumiðstöð höfuðborgarsvæðisins og þá borgarlínu almennra samgangna sem þangað gengur og það er nálægðin ekki síst við háskólana tvo og þau svæði sem að eru byrjuð að byggjast upp í kringum þá að vísinda- og þekkingarstarfsemi“, segir Ásdís.


Varðandi það hvort aðrir staðir henti betur undir spítala segir Ásdís að það sé búið að greina þetta til margra ára og að það liggur fyrir að menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi henti best og því sé þetta besti kosturinn.


Frétt RÚV má sjá hér

Í Morgunblaðinu 15.8 skrifar Reynir Arngrímsson formaður Læknaráðs Landspítalans um mikilvægi samstarfs Landspítala við Háskóla Íslands.  Reynir færir rök fyrir þvi að Nýr Landspítali eigi að rísa við Hringbraut.

 „ Árið 2014 voru 1.605 nemar við nám á spítalanum. Þeir mega ekki gleymast þegar hugað er að húsnæði spítalans og skipulagi“, segir Reynir.

Brot úr grein má sjá hér:

Hljóti hugmyndir sem varpað hefur verið fram að undanförnu að flytja Landspítalann alfarið frá Hringbraut, almennan hljómgrunn verður einnig að huga að áformum um flutning heilbrigðisvísindasviðsins. Málið snýst ekki um örfáa kennara sem gætu ferðast á milli háskólasvæðis vestur í bæ og spítala í öðrum enda borgarinnar eins og fleygt hefur verið fram. Slíkt lýsir vanmati á kennsluhlutverki Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Málið er mun stærra í sniðum og varðar kennslu heilbrigðisstétta til framtíðar og aðstöðu ríflega 1.500 nema til náms í heilbrigðisfræðum og skyldum greinum. Í núverandi áætlunum er gert ráð fyrir að þeir hafi aðstöðu í nýju og endurbættu húsnæði heilbrigðisvísindasviðs sem hægt er að samnýta í námi þeirra innan spítalans. Allt í senn fyrirlestrasali, færnibúðir og sérhæfðar kennslustofur. Að aðskilja uppbyggingu spítalans og heilbrigðisvísindasviðsins væri óskynsamlegt og að tvístra starfseminni óheillavænlegt skref. Horfum til framtíðar.

 

Nemendur við Landspítala árið 2014 voru 1605 á mörgum námsbrautum:

Starfsnám og þjálfun Háskóli – grunnnám Háskóli - framhaldsnám
Heilbrigðisnám skipstjóra og stýrimanna Bókasafns- og upplýsingafræði Félagsráðgjöf
Heilbrigðisritaranám Geislafræði Heilbrigðisverkfræði
Sjúkraflutninganám Hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræði
Sjúkraliðanám – grunn og framhalds Iðjuþjálfun Líf- og læknavísindi
Slysavarnarnám sjómanna Íþróttafræði Lífeindafræði
  Lífeindafræði Ljósmóðurfræði
  Lyfjafræði Lyfjafræði
  Læknisfræði Lýðheilsufræði
  Sálfræði Læknisfræði
  Sjúkraþjálfun Næringarfræði
  Uppeldisfræði Sálfræði
  Viðskiptafræði Talmeinafræði
  Þroskaþjálfun Tannlækningar

Metró-hópurinn svonefndi, sem unnið hefur að hagkvæmnisathugun á gagnsemi jarðlestakerfa fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, skilaði fremur jákvæðri umsögn um deiliskipulag nýja Landspítalans við Hringbraut, að því er fram kom í frétt í Morgunblaðinu á dögunum. 

Borgarstjórn samþykkti í dag breytingar á tillögu að svæðisskipulagi fyrir byggingarsvæði númer 5 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Landspítalann. Í tillögunni er gert ráð fyrir tveimur breytingum. Annars vegar er hætt við Holtsgöng sem tengja áttu Sæbraut við Hringbraut. Hins vegar er gert ráð fyrir meira byggingamagni en áður á svonefndu byggingarsvæði 5, í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu við Landspítalann.

Skipulagsráð samþykkti í dag tillögu að deiliskipulagi á lóð Landspítalans við Hringbraut. Fjórir fulltrúar ráðsins greiddu atkvæði með tillögunni, tveir fulltrúar besta flokksins og tveir fulltrúar Samfylkingar. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti tillögunni.