19. desember 2016

Samráð við sjúklingasamtök við hönnun nýs spítala

Verkefnastjórar NLSH leggja mikla áherslu á samráð við ýmsa hópa vegna skipulagningar og hönnunar í Hringbrautarverkefninu.


Haldnir eru reglulegir fundir með fulltrúum helstu sjúklingasamtaka þar sem leitað er álits fulltrúa sjúklinga á ýmsum þáttum sem varða hönnun nýs Landspítala.


Einnig fá fulltrúar sjúklingasamtaka nýjustu upplýsingar af stöðu Hringbrautarverkefnisins hverju sinni.