10. febrúar 2017

Brunaæfing vegna byggingar sjúkrahótels í Hringbrautarverkefninu

Í dag var rýmingaráætlun vegna byggingar nýja sjúkrahótelsins í Hringbrautarverkefninu virkjuð.

Að komu verktakar sem standa að byggingu sjúkrahótelsins ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Æfingin gekk að óskum og að henni lokinni kynntu slökkviliðsmenn sér brunavarnir og öryggismál sjúkrahótelsins sem verður tekið í notkun á árinu 2017.