13. september 2017

Hærri fjárveiting til byggingar nýs Landspítala

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar munu framlög til byggingar nýs Landspítala verða aukin um 1,5 milljarða á næsta ári umfram það sem áætlað var í fjármálaáætlun ríkisins.


Áætlað er að framkvæmdir hefjist 2018 við byggingu nýs spítala og er fullnaðarhönnun vel á veg komin. Útboð vegna hönnunar á nýju rannsóknahúsi stendur yfir.


Frétt á mbl.is má sjá hér