07. mars 2018

Hermun á vinnurýmum í nýjum spítala

Hönnun nýs meðferðarkjarna í Hringbrautarverkefninu gengur vel.


Við hönnunina er mikilvægt að huga að aðstöðu starfsmanna.


Nú stendur yfir hermun meðal starfsmanna Landspítala þar sem farið er m.a. yfir stærðir á vinnurýmum og aðstöðu fyrir starfsmenn í nýjum spítala.


Sett hafa verið upp herbergi sem eiga að endurspegla stærðir vinnurýma svo starfsmenn geti áttað sig á hvernig vinnuumhverfi verður í nýjum spítala.