12. apríl 2018

Samráð við samtök sjúklinga um hönnun á nýjum spítala

NLSH hefur með reglulegum hætti haldið kynningarfundi með samtökum sjúklinga.

Ögmundur Skarphéðinsson frá Corpus, einn af hönnuðum Nýs meðferðarkjarna, kynnti teikningar af nýjum spítala á fundi þar sem fulltrúar frá hinum ýmsu sjúklingasamtökum

komu með ábendingar varðandi hönnun meðferðarkjarnans.