17. október 2018

Skóflustunga að nýju þjóðarsjúkrahúsi

Laugardaginn 13.október varr tekin skóflustunga að nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut.

Ráðherrar ásamt fulltrúum félaga, hagsmunasamtaka og stofnana tóku fyrstu skóflustungu nýs meðferðarkjarna.

Viðstaddir skóflustunguna voru einnig fyrrverandi heilbrigðisráðherrar auk fjölmargra annarra gesta. Áætlað er að meðferðarkjarninn verði tekinn í notkun árið 2024.


Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og gegnir lykilhlutverki í starfseminni.


Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH: “Við sem stöndum að Hringbrautarverkefninu erum stolt á þessum degi nú þegar þegar jarðvinna vegna byggingar meðferðarkjarna hefst. Áætlanir okkar eru þær að byggingu spítalans verði lokið 2024 í samræmi við fjármálaáætlun Alþingis 2019-2023“.


Aðalhönnuður meðferðarkjarnans er Corpus3 hópurinn en Spital-hópurinn sér um gatna-, veitna- og lóðahönnun.