29. nóvember 2018

Breyting á leiðakerfi Strætó vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala

Vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala hefur stjórn Strætó ákveðið að breyta akstri leiðar nr. 14.

Vegna framkvæmdanna verður Gömlu Hringbrautinni lokað fyrir umferð í byrjun janúar í að minnsta kosti 6 ár.

Þær stoppistöðvar sem þá munu detta út eru Ráðhúsið, Fríkirkjuvegur,Snorrabraut, BSÍ, Landspítalinn og Háskóli Íslands.