greinasafn

Í Viðskiptablaði  Morgunblaðsins þann 31. janúar sl. er viðtal við Ásdísi Höllu Bragadóttur eiganda Sinnum, fyrirtækis sem sinnir m.a. öldruðum, fötluðum og langveikum, þar sem hún upplýsir að reksturinn gangi upp fyrir það að gífurlegum aga sé beitt í rekstrinum og að fyrirtækið skuldi ekki krónu. Meðal annars rekur Sinnum sjúkrahótel samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands og í samvinnu við Landspítala sem sér um hjúkrunarþjónustu.  Í hlutarins eðli liggur að þeir sem hafa þekkingu og reynslu af hótelrekstri eru betur til þess fallnir að reka hótel en þeir sem hafa reynslu og þekkingu af sjúkrahúsrekstri. Flest almenn hótel eru í samkeppnisrekstri, en svo er ekki með sjúkrahótelið í Ármúla enda lúta sjúkrahótel á margan hátt öðrum lögmálum en venjuleg hótel. Mikilvægt er að fólk, einkum rekstraraðilar, geri sér grein fyrir hver er sá munur er.
Lesa nánar...
Tagged under
Sviðið er sjúkradeild á Landspítala í morgunsárið. Veikt fólk liggur á öllum stofum deildarinnar, en einnig eru þrjú rúm á ganginum. Í þeim er líka fólk, veikt fólk. Maður er í fremsta rúminu, veikindalegur, grár og gugginn. Hann er að borða morgunmatinn, er að drepa smjöri á brauðsneið í skjannabirtu neonljósa gangsins. Hjúkrunarfræðingarnir eru á þönum að sinna sjúklingum, það er ys og þys, reyndar hávaði eins og stundum er í svipaðri mannmergð í flugstöðinni í Keflavík. Hann brosir til læknanna þegar þeir troða sér fram hjá rúminu til að komast inn á ganginn, en hvorki kvartar né skammar þá fyrir þennan aðbúnað sem honum er búinn, geðprýðismaður.
Lesa nánar...
Ofangreindu slagorði innheimtuþjónustu (notað með leyfi) er ætlað að vekja menn til umhugsunar um að stundum er dýrkeypt að aðhafast ekkert. Þannig er því einmitt farið með húsnæði og rekstur Landspítala. Við frestun á endanlegri sameiningu Landspítalans myndu tapast miklir fjármunir, annars vegar í óhagkvæmum rekstri og hins vegar í viðhaldi og viðbyggingum sem verða óhjákvæmilegar.  Þá er ljóst að lélegur aðbúnaður, sem ekki er í takti við þarfir sjúklinga og starfsfólks, mun koma niður á öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar. Loks er ótalið að núverandi húsnæði mun engan veginn anna aukinni þjónustuþörf vegna fjölgunar þjóðarinnar og hækkunar meðalaldurs. Sameining og stækkun Landspítalans mun hinsvegar auka virði heilbrigðisþjónustunnar (virði = gæði/kostnaður) með því að hvorutveggja auka gæði og minnka kostnað.
Lesa nánar...
Guðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar langa grein í Morgunblaðið þann 20. september og kýs að titla sig sem verkfræðing með sérsvið í sjúkrahússkipulagi.  Þegar Landspítali leitar eftir sérfræðingum í skipulagi sjúkrahúsa er gerð krafa um langa starfsreynslu.  Gerð er krafa um að viðkomandi hafi víðtæka þekkingu á allri starfsemi sjúkrahúsa, þörfum, tengslum og verkferlum. Sem dæmi má nefna að í forvali fyrir samkeppni um nýjan Landspítala þurfti sérfræðingur í skipulagningu sjúkrahúsa að hafa skipulagt meira en 500 rúma sjúkrahús til þess að fá fullt hús stiga. Það er sjúkrahús sem er af áþekkri stærð og Landspítali er núna. Slík starfsreynsla samsvarar 5-10 ára samfelldri vinnu. Nýútskrifaður byggingarverkfræðingur frá HÍ er fjarri því að uppfylla ofangreindar kröfur. 
Lesa nánar...