Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í vikunni, kemur fram að bygging nýs meðferðarkjarna við Hringbraut mun hefjast árið 2019 og ljúka 2024.

Einnig mun rísa nýtt rannsóknahús þar sem öll rannsóknastarfsemi Landspítalans mun sameinast á einum stað.

Frétt um fjármálaáætlunina má nálgast hér á vef stjórnarráðsins

Hönnun nýs meðferðarkjarna í Hringbrautarverkefninu gengur vel.


Við hönnunina er mikilvægt að huga að aðstöðu starfsmanna.


Nú stendur yfir hermun meðal starfsmanna Landspítala þar sem farið er m.a. yfir stærðir á vinnurýmum og aðstöðu fyrir starfsmenn í nýjum spítala.


Sett hafa verið upp herbergi sem eiga að endurspegla stærðir vinnurýma svo starfsmenn geti áttað sig á hvernig vinnuumhverfi verður í nýjum spítala.

 

Kjarninn.is birtir í dag grein um Hringbrautarverkefnið „ Glæsileg uppbygging Landspítala við Hringbraut“, þar sem fjallað um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er við nýjan Landspítala við Hringbraut.

Í greininni er undirbúningsferlið rakið og talin þau rök sem helst liggja að baki staðarvali Nýs Landspítala við Hringbraut. Í greininni er sögð saga Hringbrautarverkefnisins með ítarlegum skýringum.

Höfundar greinarinnar eru Hans Guttormur Þormar líffræðingur og Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur.

Greinina má nálgast hér

Haldinn var kynningarfundur á vegum NLSH fyrir þingflokk Miðflokksins.


Farið var yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins og fyrirspurnum svarað.


Kynninguna héldu Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, Ögmundur Skarphéðinsson frá Corpus og Helgi Már Halldórsson frá Spítal.

Verkefnastjórar Hringbrautarverkefnisins fá hópa úr ýmsum áttum til að kynna sér verkefnið.


Starfsmenn Geislavarna ríkisins og Lyfjastofnunar komu í heimsókn og fengu kynningu á verkefninu


Farið var yfir stöðu verkefnsins og fyrirspurnum svarað

Í Hringbrautarverkefninu er m.a. unnið að samræmingarhönnun milli hönnunarhópa.


Nýlega var sameiginlegur vinnufundur með Corpus hópnum og Spital hópnum.


Spital hópurinn varð hlutskarpastur í samkeppni um áfangaskipt heildarskipulag og forhönnun fyrir fyrsta áfanga Hringbrautarverkefnisins.


Í SPITAL teyminu eru ASK arkitektar, Bjarni Snæbjörnsson arkitekt, Kanon arkitektar, Medplan, Teiknistofan Tröð, Landark, Efla verkfræðistofa, Lagnatækni og Norconsult.


Corpus hópurinn vinnur að fullnaðarhönnun á nýjum meðferðarkjarna sem verður tekinn í notkun 2023. Í Corpus teyminu eru Hornsteinar arkitektar, Basalt arkitektar, LOTA verkfræðistofa,

VSÓ Ráðgjöf, TRIVIUM ráðgjöf, NIRAS, De Jong Gortmaker Algra, Buro Happold engineering, Reinertsen og Asplan Viak.

 

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Í fréttum RÚV sjónvarps ef haft eftir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra að bygging nýs Landspítala við Hringbraut sé mikilvægasta verkefnið í hans ráðuneyti.

„Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að við stefnum á að meðferðarkjarninn sem er svona hryggjarstykkið, hjartað í Nýja Landspítalanum, verði tekið í notkun fyrir árið 2023 eða í seinasta lagi 2023, „ segir Óttar Proppé.

Einnig kemur fram að gert sé ráð fyrir fjármagni til verkefnisins og stefnt sé að því að tryggja 4,4 milljarða króna á fjárlögum næsta árs til að tryggja framgang verkefnisins.

Í hönnunarferli meðferðarkjarnans koma að margir sérfræðingar.

Buro Happold er einn af fjölmörgum erlendum aðilum sem koma að verkefninu og héldu nýlega kynningarfund.

Sérfræðiþekking fyrirtækisins snýr að flæði fólks og flutninga í nýja meðferðarkjarnanum sem verið er að hanna.

Í Hringbrautarverkefninu er viðhaft viðamikið samráð við fjölbreytta hópa.

Á kynningu fyrir fulltrúum frá Reykjavíkurborg fór Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt frá Corpus yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins.

Var farið yfir hönnun nýs meðferðarkjarna sem er stærsta byggingin í þessu stóra verkefni.

Nýtt sjúkrahótel verður tekið í notkun á þessu ári og áætlað er að taka nýjan meðferðarkjarna í notkun árið 2023.