Kynningarfundur var haldinn á vegum NLSH á Fosshóteli 13.júní.

Fundinn sóttu fjölmargir aðilar sem tengjast verkefninu.

Erindi héldu Gunnar Svavarsson, NLSH, sem fór yfir verkefnin framundan, Ögmundur Skarphéðinsson ,Corpus, sem fór yfir hönnun nýs meðferðarkjarna, Maurits Algra frá DJGA fór yfir hönnun á nýjum spítölum, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSR fór yfir þátt FSR í Hringbrautarverkefninu og Ásbjörn Jónsson NLSH gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðvinnu Nýs þjóðarsjúkrahúss sem hefst í sumar.

Fundarstjóri var Erling Ásgeirsson, formaður stjórnar NLSH ohf.

Haldinn var kynningarfundur á vegum NLSH fyrir þingflokk Miðflokksins.


Farið var yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins og fyrirspurnum svarað.


Kynninguna héldu Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, Ögmundur Skarphéðinsson frá Corpus og Helgi Már Halldórsson frá Spítal.

Verkefnastjórar Hringbrautarverkefnisins fá hópa úr ýmsum áttum til að kynna sér verkefnið.


Starfsmenn Geislavarna ríkisins og Lyfjastofnunar komu í heimsókn og fengu kynningu á verkefninu


Farið var yfir stöðu verkefnsins og fyrirspurnum svarað

Nýr Landspítali hélt í dag námsstefnu fyrir þau fyrirtæki sem eru aðilar að Corpus hópnum.
Tilefni fundarins er að nýlega var undirritaður samningur milli Nýs Landspítala og Corpus um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna nýs Landspítala. Fjögur fyrirtæki standa að hópnum þ.e. Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar og VSÓ ráðgjöf.

Námsstefnan var vel heppnuð og mörg fróðleg erindi voru flutt tengd fullnaðarhönnun og byggingu nýs Landspítala.

Hérna eru nokkrar myndir frá námstefnunni 1. október:

Namstefna1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt
Namstefna 1 okt

Í dag var haldinn kynningarfundur um yfirstandandi útboð vegna framkvæmda við sjúkrahótel sem er hluti af nýjum Landspítala. Sólveig Berg Emilsdóttir, arkitekt og hönnunarstjóri KOAN hópsins, sem vann fullnaðarhönnun sjúkrahótels kynnti hönnun hótelsins. Guðmundur Guðnason, verkfræðingur og ráðgjafi SPÍTAL hópsins, sem vann fullnaðarhönnun gatna, veitna og lóðar kynnti þá hönnun.

Eftir fundinn gafst bjóðendum kostur á að skoða aðstæður vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Sjúkrahótelið mun rísa norður við kvennadeild Landspítala og tengjast Barnaspítala. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir með kjallara og tengigöngum og eru áætluð verklok í mars 2017.

Opnun tilboða verður þann 20.október næstkomandi.

Kynningarnar ásamt upplýsingar um útboðið má finna á vef Ríkiskaupa