Kynningarfundur á verklegum framkvæmdum í Hringbrautarverkefninu var haldinn fyrir Strætó bs í vikunni.

Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH fór yfir þær verklegu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Hringbrautarverkefninu á næstu mánuðum.

Fulltrúar Strætó bs á fundinum voru Jóhannes Rúnarsson og Valgerður Benediktsdóttir.

NLSH ohf. er verkkaupi að útboðsverkinu sem ÍAV hf. vinnur nú að.

Veitur ohf. og Reykjavíkurborg láta einnig framkvæma verkþætti í verkinu skv. skilgreiningum í verklýsingum. FSR mun í samræmi við lög nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda sjá um fjölmarga þætti í verkefnastjórn verksins og hafa með höndum yfirstjórn verkeftirlits.

Stefnt er að útboði á verkeftirliti innan skamms.

Myndin er tekin á verkfundi í liðinni viku. María Dís Ásgeirsdóttir Veitur, Gunnar Páll Viðarsson ÍAV, Ármann Óskar Sigurðsson og Ólafur M Birgisson FSR, Erlendur Árni Hjálmarsson NLSH, Hafsteinn B Gunnarsson og Tryggvi Jónsson ÍAV.

NLSH ohf. hefur í samvinnu við FSR, samið við lægstbjóðanda ÍAV vegna GVL-verkefnis (götur, veitur og lóð) og jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann.  Útboð nr. 20781.

Lesa nánar

Nýr Landspítali ohf hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið.

Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara.


Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins. Aðrar byggingar eru nýtt sjúkrahótel, sem þegar er risið og verður tekið í notkun innan skamms, rannsóknahús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.


Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH: „Útboð vegna jarðvinnu við nýjan meðferðarkjarna er stór áfangi í Hringbrautarverkefninu. Nýr meðferðarkjarni mun gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur. Samkvæmt okkar áætlunum mun bygging spítalans verða lokið 2024 í samræmi við framlagða fjármálaáætlun 2019-2023. Fullnaðarhönnun, stendur nú yfir og hefur verið notuð aðferðarfræði notendastuddrar hönnunar sem leiðir það af sér að hagsmunaaðilar taka virkan þátt í hönnunarferlinu. Hönnun hússins er í höndum Corpus-hópsins, en Spital-hópurinn sér um gatna-, veitna- og lóðahönnun.“


Opnun tilboða verður hjá Ríkiskaupum 6.júní næstkomandi.

Hér er frétt um útboðið á ruv.is

 

 

NLSH hefur með reglulegum hætti haldið kynningarfundi með samtökum sjúklinga.

Ögmundur Skarphéðinsson frá Corpus, einn af hönnuðum Nýs meðferðarkjarna, kynnti teikningar af nýjum spítala á fundi þar sem fulltrúar frá hinum ýmsu sjúklingasamtökum

komu með ábendingar varðandi hönnun meðferðarkjarnans.

Nýr heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fjallar um heilbrigðismálin í grein í Morgunblaðinu í dag.


Þar kemur fram að áhersla nýrrar ríkisstjórnar sé á heilbrigðismálin.


Svandís segir;


„Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023“.

Í fréttum RÚV sjónvarps ef haft eftir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra að bygging nýs Landspítala við Hringbraut sé mikilvægasta verkefnið í hans ráðuneyti.

„Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að við stefnum á að meðferðarkjarninn sem er svona hryggjarstykkið, hjartað í Nýja Landspítalanum, verði tekið í notkun fyrir árið 2023 eða í seinasta lagi 2023, „ segir Óttar Proppé.

Einnig kemur fram að gert sé ráð fyrir fjármagni til verkefnisins og stefnt sé að því að tryggja 4,4 milljarða króna á fjárlögum næsta árs til að tryggja framgang verkefnisins.

Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að nýr Landspítali verði byggður á næstu árum.

Þar er gert ráð fyrir að byggingaframkvæmdir á nýjum meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi verði boðnar út á næsta ári.

Mbl.is fjallar um málið hér

Fjallað er um Hringbrautarverkefnið í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.

Þar fer Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH yfir hið viðamikla framkvæmdaverkefni Hringbrautarverkefnið.

Í viðtalinu fer Gunnar yfir uppbygginguna við Hringbraut þar sem nýr meðferðarkjarni mun rísa ásamt rannsóknarhúsi og bílastæða – tækni og bílastæðahúsi.

Uppbyggingunni á að vera lokið 2023.

Nýr heilbrigðisráðherra, Óttar Pooppe, segir í viðtali við Morgunblaðið að hann vilji hraða uppbyggingu við Hringbraut.


„Spýta þarf í lófana og hefja vinnu við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hjúkrunarheimila og huga jafnframt að mönnun margra heilbrigðisstétta“, segir Óttar.


Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.


„Sem betur fer erum við nú komin af stað með það. Meðferðarkjarninn er fjármagnaður í fjármálaáætlun.“ Vilji sé til þess að hann verði kominn í notkun fyrir árið 2023, segir Óttar jafnframt.

 

Frétt um málið má sjá hér