Ritstjórnarstefna NLSH

Vefurinn nyrlandspitali.is er upplýsingavefur Nýs Landspítala ohf. (NLSH), framkvæmdafélags um byggingu nýs Landspítala. 

Markmið félagsins er að birta á vefnum upplýsandi, aðgengilegar og greinargóðar upplýsingar um mál sem verkefninu tengjast. Á vefnum er að finna ýmislegt útgefið efni sem tengist undirbúningsvinnu vegna byggingaráformanna. Þar eru birtar fréttir og fréttatilkynningar á vegum félagsins. Jafnframt er á vefnum birt annað efni sem verkefninu tengist og samræmist ofangreindum viðmiðum um efnistök. 

Nýr Landspítali ohf. ber ábyrgð á að efni sem birt er á vefnum sé í samræmi við ritstjórnarstefnu félagsins.