Verkefnið

Frá undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og lífeyrissjóðaFrá undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og lífeyrissjóða.Samkvæmt endurskoðun spítalaverkefnisins í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og viljayfirlýsingu frá nóvember 2009 er fyrirhugað að byggja upp starfsemi Landspítala (LSH) og Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (HÍ) við Hringbraut í nokkrum áföngum. Miðað er við að þegar uppbyggingu á lóðinni ljúki verði byggingar LSH og HÍ samtals um 166 þúsund fermetrar; um 141 þúsund fermetrar undir spítalastarfsemi og 35 þúsund fermetrar sem tilheyri Háskóla Íslands og Keldum en meginforsenda fyrsta áfanga verkefnisins er að hægt verði að flytja starfsemi Landspítala í Fossvogi á Hringbraut og ljúka þannig sameiningu stóru spítalanna á höfuðborgarsvæðinu.

Hönnunarsamkeppni fór fram um áfangaskipt heildarskipulag fyrir svæðið annars vegar og hins vegar tillögu að frumhönnun að 1. áfanga spítalaverkefnisins, sem samanstendur af spítalastarfsemi í 66 þúsund fermetra nýbyggingu og háskólastarfsemi í allt að 10 þúsund fermeta nýbyggingu (sjá samkeppnislýsingu). Forval var auglýst í árslok 2009 og bárust umsóknir frá sjö teymum og var fimm stigahæstu boðið að taka þátt í samkeppninni. Tölvumynd af 1. áfanga nýs Landsspítala skv. tillögu SPITAL hópsins.Tölvumynd af 1. áfanga nýs Landsspítala skv. tillögu SPITAL hópsins.Tillögum var skilað í júní 2010 og úrslit voru tilkynnt mánuði síðar. Niðurstaða dómnefndarvar að allar tillögurnar væru metnaðarfullar og vel fram settar þar sem gamli spítalinn nyti sérstöðu sinnar. Það var hins vegar einróma niðurstaða nefndarinnar að velja tillögu SPITAL og vinnur hópurinn nú að útfærslu vinningstillögunnar, samkvæmt samningi sem gerðar var við NLSH í lok ágúst 2010 um frumhönnun og gerð alútboðsgagna. Tekur samkomulagið til deiliskipulags Landspítalalóðarinnar ásamt umhverfismats áætlana og frumhönnun nýbygginga. Þar er um að ræða:

  • meðferðarkjarna (bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofur og gjörgæsla)
  • rannsóknarstofuhús
  • sjúkrahótel
  • háskólabyggingar
  • bílastæðahús

Samhliða var einnig samið við SPITAL hópinn um hönnun undirbúningsframkvæmda á svæðinu og gerð arkitekta- og verkfræðiþátta í útboðsgögnum fyrir alútboð og verklýsingar fyrir slíkt alútboð.

Hulunni svipt af vinningstillögu SPITAL í júlí 2010.Hulunni svipt af vinningstillögu SPITAL í júlí 2010.Við undirbúning spítalaverkefnisins er við það miðað að efnt verði til alútboðs um verkefnið og að ríkið taki byggingarnar á langtímaleigu til allt að 40 ára þegar byggingarverktaki hefur lokið umsömdu verki. en gert er ráð fyrir alútboði spítalaverkefnisins. Vistvæn nálgun skal höfð að leiðarljósi við frumhönnun mannvirkja og í allri vinnu verður gerð krafa til aðalverktaka um umhverfisvottun mannvirkja við lok framkvæmda.