Forsagan

Af vef LSHNiðurstaða starfsnefndar kynnt í Perlunni í janúar 2002.Aðdragandi byggingar nýs Landspítala er orðinn langur en eftir sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans í mars 2000 var ljóst að ekki yrði lengur vikist undan því að hefjast handa ef markmið sameiningarinnar um eflingu faglegrar þjónustu og aukið hagræði ætti að ná fram að ganga.

Ákvörðun um staðsetningu
Fyrsta spurningin sem þurfti að svara var hvar skyldi byggja nýjan spítala. Þrír staðsetningarkostir voru skoðaðir; við Hringbraut, í Fossvogi og á Vífilsstöðum, og það var niðurstaða starfsnefndar heilbrigðis – og tryggingamálaráðherra í janúar 2002 að starfsemi sjúkrahússins skyldi öll sameinuð við Hringbraut þar sem nýbyggingar yrðu aðallega reistar sunnan gömlu Hringbrautarinnar. Voru meginrök nefndarinnar fyrir uppbyggingu við Hringbraut þau að þar yrði;

  • kostnaður við útfærsluna minnstur, m.a. vegna bygginganna sem fyrir eru á lóðinni og nýta má til starfseminnar,
  • nálægð við Háskóla Íslands myndi tryggja nauðsynlega samvinnu þessara tveggja mikilvægu stofnana,
  • möguleikar til áframhaldandi uppbyggingar væru tryggðir,
  • aðgengi þeirra sem nýta sér þjónustu spítalans og starfsmanna yrði gott þegar gatnakerfið hefði verið lagfært.

Í framhaldi af tillögu starfsnefndarinnar var ákveðið af hálfu stjórnvalda að framtíðaruppbygging Landspítala-háskólasjúkrahúss yrði við Hringbraut. Í októberlok 2002 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd til að annast skipulagningu húsnæðis fyrir spítalann á Hringbrautarsvæðinu. Árið 2004 var skýrsla nefndarinnar um heildarkostnað framkvæmdanna og áfangaskiptingu þeirra til 14 ára kynntar, ásamt tillögu að alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipulag lóðarinnar og í ársbyrjun 2005 gáfu stjórnvöld grænt ljós á samkeppnina, forval var auglýst og sóttu 18 fjölþjóðlegir hópar sérfræðinga um þátttöku og var sjö stigahæstu boðið að keppa um skipulagið samkvæmt keppnislýsingu sem samin var af fulltrúum Landspítala, Háskóla Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins á grundvelli samþykktar ríkisstjórnarinnar.

Skipulagssamkeppni 2005

sjo0052169-webVinningsahafarnir í skipulagssamkeppninni 2005.Niðurstaða samkeppninnar lá fyrir í október 2005. Teymi undir forystu arkitektanna C.F. Møller varð hlutskarpast og var í kjölfarið gerður samningur við vinningshafa um áframhaldandi vinnu við verkefnið. Þarfagreining þar sem gerð var grein fyrir áætlaðri starfsemi árið 2025 var unnin af 40 til 50 notendahópum starfsmanna Háskólans, Landspítala og tilraunastöðvarinnar að Keldum með ráðgjöfum C.F.Møllers og yfirfarin af rýnihópum Háskóla Íslands og Landspítala. Þá vann vinningsteymið, undir forystu C.F. Møllers, að endurskoðun vinningstillögunar í ljósi þeirra ábendinga sem komu frá dómnefnd í skipulagssamkeppninni, ábendinga skipulagsyfirvalda, íbúa í nágrenninu og starfsmanna og stjórnenda Landspítala. Jafnframt var unnið svokallað „Technical Master Plan. Í framhaldinu vann C.F.Møller frumathugun, eða „Sketch“ verkefnis eins og það er oft nefnt, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir verkefninu og hvernig það hefur þróast frá skipulagssamkeppninni. Ítarleg lýsing er á fyrirkomulagi starfseminnar og hvert og eitt rými staðsett í byggingunum. Þá eru í lokaskýrslu frumathugunarinnar hönnunarforsendur helstu tæknikerfa. C.F. Møller vann einnig frumkostnaðarmat fyrir þær byggingar sem eru hluti af frumathuguninni og Framkvæmdasýsla ríkisins skilaði að beiðni fjármálaráðuneytis umsögn um frumathugunina í mars 2008.

Endurskoðun verkefnis eftir hrun

 Hulda Gunnlaugsdóttir þáverandi forstjóri LSH kynnir endurskoðun spítalaverkefnisins í apríl 2009.Hulda Gunnlaugsdóttir þáverandi forstjóri LSH kynnir endurskoðun spítalaverkefnisins í apríl 200Í kjölfar þess að haustið 2008 sköpuðust nýjar og áður óþekktar aðstæður í þjóðfélaginu þótti ástæða til að endurskoða niðurstöðu frumathugunar og endurmeta forsendur verkefnisins. Sérfræðingar norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitektar AS og Hospitalitet AS voru fengnir til verksins og skiluðu þeir niðurstöðu sinni í apríl 2009.

Megin niðurstöður þeirra voru þessar;

  • það er mun dýrara að „gera ekkert“ en að ráðast í framkvæmdir þegar til lengri tíma er litið,
  • undirbúningsvinnan hingað til fær góða umsögn og staðfest er sú forsenda verkefnisins að miklir fjármunir sparist í rekstri með því að leggja af starfsemina í Fossvogi og sameina spítalareksturinn við Hringbraut,
  • sameining er því forgangsmál og unnt er að áfangaskipta verkefninu þannig að hagkvæmni hennar skili sér strax
  • nauðsynlegt er að hanna tilteknar byggingar með sveigjanleika í huga varðandi rekstur og fyrirkomulag þegar horft er til lengri framtíðar.

Í niðurstöðu endurskoðunarinnar er einnig gert ráð fyrir að hagkvæmast sé að byggja nýbyggingar á lóð Landspítala við Hringbraut sem tengist núverandi byggingum og verði þær jafnframt fyrsti áfangi frekari uppbyggingar á lóðinni. Þannig sé hægt að nýta þann húsakost sem fyrir er með sem hagkvæmustum hætti.

Samstarf stjórnvalda og lífeyrissjóða um framgang spítalaverkefnisins

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Arnar Sigmundsson formaður landssambands lífeyrissjóða handsala samstarfið í nóvember 2009.Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Arnar Sigmundsson formaður landssambands lífeyrissjóða handsala samstarfið í nóvember 2009.Í framhaldi af niðurstöðu norsku ráðgjafanna var hafist handa við að leita leiða til að koma spítalaverkefninu aftur á rekspöl og var sameiginleg viljayfirlýsing meginþorra lífeyrissjóða landsins og ríkisstjórnarinnar, um samstarf við undirbúning að fjármögnun, útboði og framkvæmdum við nýbyggingar Landspítala, undirrituð 4. nóvember 2009. Í framhaldinu skipaði heilbrigðisráðherra verkefnisstjórn til að vinna að framgangi málsins en frá ársbyrjun 2009 og fram að skipan verkefnisstjórnarinnar var umsjón með undirbúningsvinnu nýs háskólasjúkrahúss á hendi Landspítala. Fyrir þann tíma var undirbúningsvinnan á vegum sérstakrar byggingarnefndar heilbrigðisráðuneytisins og þar áður ráðherraskipaðrar framkvæmdanefndar.

Í verkefnisstjórn heilbrigðisráðherra áttu sæti Gunnar Svavarsson verkfræðingur, formaður, Egill Tryggvason, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala, Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í Háskóla Íslands, Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri eignasviðs á Landspítala, og Vilborg Þ. Hauksdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu og fólst vinna þeirra m.a. í undirbúningi hönnunarsamkeppni og hönnunarútboðs haustið 2009 og 2010 vegna spítalaverkefnisins og stofnun undirbúningsfélagsins Nýr Landspítali ohf.(NLSH) sem hefur verið falið það verkefni með lögum að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut og semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að loknu útboði
.