HÖFUNDAR
NORÐURPÓLLINN
Arkitektar:

TBL arkitektar
John Cooper Architecture
Origo arkitektgruppe AS

Landslagsarkitekt:
Ferill – verkfræðistofa
Raftákn
COWI A/S
Vinnuvernd
HCP
 
TILLAGAN
Greinargerð
Kynning
Teikningar

Tillagan er byggð á þrem útgangspunktum: Aðalbyggingu Landspítala sem akkeri hennar, gömlu Hringbrautinni sem tengingu við borgina og vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar sem áhrifavalds nýrra bygginga spítalans. Áhugaverð útfærsla höfunda ber þessum útgangspunktum skýrt vitni.

Gert er ráð fyrir þéttri uppbyggingu suður af núverandi byggingum spítalans. Til lengri tíma litið er kostur að eiga möguleika á uppbyggingu spítala- og háskólastarfsemi á vestasta hluta lóðarinnar.

Meðferðarkjarni spítalans er staðsettur milli barnaog kvennadeildar og Hringbrautar og myndast mjög góð tengsl við núverandi byggingar en um leið takmarkast möguleikar til frekari þróunar. Legudeildir eru staðsettar í eðlilegu framhaldi af legudeildum barnadeildar og mildar sú tilhögun ásýnd spítalans séð frá Þingholtunum.

Tillagan hefur yfir sér nokkuð þungt yfirbragð þrátt fyrir uppbrot hennar til vesturs og hæðarstöllun. Langar samfelldar húshliðar meðfram aðaltorgi gefa því sterka umgjörð en fullmikla formfestu.

Gamla Hringbraut er notuð sem aðalaðkomuás að spítalanum og mögulegt er að koma að göngugötu og aðalinngangi bæði úr austri og vestri. Umferð akandi og hjólandi takmarkast að mestu við jaðar lóðarinnar. Umferð gangandi um svæðið er nokkuð greið en henni er að hluta til beint gegnum göngugötu spítalans sem er í senn spennandi og takmarkandi.

Aðalaðkoma spítalans og bráðamóttöku er frá aðkomutorgi, á sömu húshlið en ekki á sömu hæð.

Aðkoma sjúkrabíla skarast við aðkomu almennings að bráðamóttöku og fara sjúkraflutningar fram hjá aðkomuleiðum að bílastæðum og þvert á gönguleiðir.

Tillagan uppfyllir markmið samkeppnislýsingar er varðar innri tengsl og tengingar starfseininga. Innra fyrirkomulag deilda er nokkuð vel leyst. Sumir ljósgarðanna eru litlir að teknu tilliti til hæðar bygginga og starfseminnar sem við þá liggja og með þeim næst ekki ákjósanlegt vinnuumhverfi. Tiltölulega einfalt umferðarkerfi milli eininga og tenging við núverandi byggingar er góð, sérstaklega með tilliti til innganga. Tengingar rannsóknarstofa spítalans og háskólastarfsemi eru góðar, sem og aðrar tengingar innan háskólahlutans. Uppbygging háskólastarfsemi og Keldna í síðari áfanga er í eðlilegu framhaldi af fyrri áfanga.

Sveigjanleiki starfseininga er góður vegna fyrirkomulags bygginga. Svigrúm til stækkunar meðferðarkjarna er annmörkum háð. Nokkur röskun er fyrirsjáanleg á starfsemi spítalans á framkvæmdatíma í fyrsta áfanga en ætti ekki að koma til í síðari áföngum.

Með tilliti til stofnkostnaðar er tillagan metin frekar óhagkvæm. Tillagan telst hins vegar geta stuðlað að hagkvæmni í rekstri starfseminnar. Höfundar skiluðu ekki inn áætluðum stofnkostnaði.

1. áfangi

 

Fullbyggð loð - NorðurpóllinnFullbyggð loð - Norðurpóllinn