HÖFUNDAR

CORPUS
Arkitektar:

Hornsteinar arkitektar
Arkitektur.is
Basalt arkitektar

Verkfræðiráðgjöf:
Almenna verkfræðistofan
Hnit verkfræðistofa
VSI öryggishönnun og ráðgjöf
Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar

Samstarfsaðilar:
Freyr Jóhannesson, byggingartæknifræðingur
Steinar Sigurðsson, arkitekt
Arup Amsterdam
dJGA
Tribal – Health
 
TILLAGAN
Greinargerð
Kynning
Teikningar

Tillagan er fallega framsett og áhugaverð og fellir hluta starfseminnar inn í landslagið framan við gamla spítalann og þar ofan á er myndaður víðáttumikill lystigarður. Byggt er á einfaldri hugmynd um tvo meginása en útfærslan er í senn róttæk og nýstárleg. ​

Tillagan skírskotar til sögu og núverandi skipulags svæðisins sem endurspeglast meðal annars í „baugbraut“ sem umlykur svæðið að sunnanverðu. Höfundar kjósa að nýta ekki vestari hluta svæðisins undir spítala- eða háskólastarfsemi en leggja til gagngera endurskipulagningu á norðurhluta svæðisins til frekari uppbyggingar.

Tillagan hefur yfir sér létt og fágað yfirbragð og tekist hefur að draga úr sjónrænu umfangi bygginga með uppbroti þeirra og stöllun. Ólík form og stærð bygginga býður upp á fjölbreytileika í góðu jafnvægi við umhverfið. Sköpuð eru áhugaverð útirými milli bygginga með aðaláherslu á lystigarðinn. Hlutföll milli stærða ljósgarða og hæða bygginga, með tilliti til birtu og vinnuumhverfis, orka tvímælis.

Aðalaðkoma spítalans liggur eftir ás gömlu Hringbrautar, inn á spítalatorg að aðalinngangi spítalans. Aðkoma að bráðamóttöku almennings og sjúkrabíla er hins vegar úr vestri, fjarri aðalinngangi. Umferð hjólandi og gangandi gegnum svæðið er nokkuð vel leyst en takmörkunum háð sökum samfellu nýbygginga. Leið sjúkrabíla að bráðamóttöku innan lóðar er nokkuð löng.

Að hluta er komið til móts við markmið samkeppnislýsingar er varðar innri tengsl og innra fyrirkomulag. Meðferðarkjarni á þrem hæðum og myndgreining, til hliðar, veldur hins vegar margþættum vandamálum í innra flæði sjúklinga, starfsmanna og gesta spítalans. Einnig á þetta við um fjarlægð legudeilda frá meðferðarkjarna. Innra fyrirkomulagi bráðamóttöku og legudeildar er verulega ábótavant.

Tengsl rannsóknarstofa spítalans við háskólahlutann eru mjög góð. Háskólahlutinn er vel leystur, háskólatorgi er einkar haganlega fyrir komið og Læknagarður fellur vel að lausninni. Uppbygging háskólastarfsemi og Keldna í öðrum áfanga er sannfærandi.

Sveigjanleiki starfseininga er til staðar þó að stöðlun sé ekki mikil. Svigrúm til stækkunar meðferðarkjarna er takmarkað. Fyrirsjáanleg er nokkur röskun á starfsemi spítalans á framkvæmdatíma í fyrsta áfanga en síður í seinni áföngum.

Með tilliti til stofnkostnaðar og rekstrarhagkvæmni er tillagan í meðallagi.

1. áfangi - Tillaga Corpus1. áfangi

Fullbyggð lóð