Vinningstillagan - SPITAL - 201007

Vinningstillaga SPITAL

HÖFUNDAR
SPITAL
Arkitektar:

Ask arkitektar
Bjarni Snæbjörnsson arkitekt
Kanon arkitektar
Medplan
Teiknistofan Tröð

Landslagsarkitekt:
Landark

Verkfræðiráðgjöf:
Efla
Lagnatækni
Norconsult
 
TILLAGAN
Greinargerð
Kynning á pps
Teikningar

Tillagan er byggð á sterkri hugmynd um „bæjarhverfi“, með götum og húsum, sem hluta borgarmyndarinnar. Markmið höfunda, að skapa „bæjarsamfélag sem myndar ramma um þverfaglegt samstarf ólíkra greina“, næst vel og staða spítalans í borginni verður sterk og sýnileg. 


Uppbrot starfseminnar í aðskildar randbyggingar meðfram götum rímar ágætlega við núverandi byggð á lóðinni en skírskotar jafnframt til vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar. Barónsstígur er tengdur við nýja Hringbraut og afmarkast uppbygging spítala-og háskólastarfsemi á lóðinni austanvert við hann. Til lengri tíma litið er kostur að eiga möguleika á uppbyggingu spítala- og háskólastarfsemi á vestasta hluta lóðarinnar.

Randbyggingar ljá tillögunni borgarlegt og áhugavert yfirbragð. Uppbrot byggðar með stöllun bygginga, görðum, torgum og gróðri stuðlar að fjölbreytileika á svæðinu þar sem gætir skjóls og birtu. Aðaltorgið, sem rammað inn með gamla spítalanum, aðalinngangi, inngangi í bráðamóttöku og síðari áfanga dag- og göngudeildar, gefur svæðinu sterka miðju. Þar tengjast núverandi byggingar þeim nýju og háskólahlutinn spítalahlutanum. Stærð og staðsetning torgsins er til þess fallin að þar skapist skemmtilegt mannlíf en afmarka þarf torgið betur í fyrsta áfanga.

Grunnhugmynd tillögunnar tryggir greiða umferð akandi, gangandi og hjólandi um lóðina sem auðratað er um. Bílastæði eru í götum sem fléttast vel inn í heildarmynd svæðisins að því fullbyggðu. Gatnakerfi og bílastæðahús á lóðinni eru nokkuð umfangsmikil og þarfnast nánari útfærslu.

Aðkoma sjúkrabíla að bráðamóttöku er nokkuð greið en ekið er um sömu götu og almenningsvagnar og þarfnast gatan því nánari útfærslu vegna forgangsaksturs.

Markmið samkeppnislýsingar um innra fyrirkomulag og tengingar starfseininga næst í megindráttum. Uppröðun starfseininga, þar sem meðferðarkjarni er á neðri hæðum og legudeildir ofan á, er ákjósanleg. Þetta tryggir greiðar flutnings- og gönguleiðir. Skýrt og einfalt umferðarkerfi innanhúss tryggir að auðratað er um nýbyggingar. Tengingar við núverandi húsnæði eru neðanjarðar og með göngubrúm. Innra fyrirkomulag ákveðinna deilda þarfnast endurskoðunar við nánari útfærslu og má þar nefna gjörgæslu og legudeildir. Sjúklingahótel er norðan barna- og kvennadeildar og þannig í góðum tengslum við stóran notendahóp þess.

Rannsóknarstofum spítalans og háskólastarfsemi er komið fyrir í byggingum sunnan við meðferðarkjarna og tengjast þær öðrum byggingum neðanjarðar og með göngubrúm. Innri tengsl háskólahluta eru mjög góð og nýbyggingu haganlega fyrir komið hjá Læknagarði. Uppbygging háskólastarfsemi og Keldna í síðari áfanga til austurs er sannfærandi.

Bæta þarf tengsl dag- og göngudeildar og legudeildar í öðrum áfanga við meðferðarkjarna.

Sveigjanleiki starfseininga er góður vegna lögunar bygginga og stöðlunar þeirra. Svigrúmi til stækkunar er haldið með sveigjanleika „bæjarhverfis“. Áfangaskipting hefur ekki í för með sér röskun á starfsemi spítalans á framkvæmdatíma.

Með tilliti til stofnkostnaðar og rekstrar starfseminnar er tillagan metin hagkvæm.

 

1. áfangi vinningstillögu um forhönnun LSH1. áfangi vinningstillögu um forhönnun LSH

 

Fullbyggð lóðFullbyggð lóð