Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

10. maí 2024 : Niðurstaða hönnunarútboðs á stækkun SAk. Hópur Verkís með hæstu einkunn

Nýr Landspítali (NLSH) hefur birt niðurstöðu í hönnunarútboði I2081 vegna nýs húsnæðis fyrir legudeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Hanna á nýbyggingu fyrir legudeildir í skurð- og lyflækningadeild og dag-, göngu- og legudeild fyrir geðdeild við núverandi húsnæði Sak. Gert er ráð fyrir að um 9.200 m2 nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar og tengd eldra húsnæði.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing á vegum Spítalans okkar

Á 10 ára afmæli samtakanna Spítalans okkar þann 23. apríl sl. var haldið málþing þar sem sjónum var beint að framtíð Landspítala. Runólfur Pálsson, forstjóri LSH flutti erindið Nýr Landspítali í augnsýn; Áhrif á starfsemi næstu ára. Þá sagði Jón Hilmar Friðriksson, forstöðumaður hjá LSH frá málefnum sem snerta tækni í erindinu Tækninýjungar í nýjum Landspítala og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH fjallaði um næstu framtíðarverkefni í erindinu Fjölmörg byggingar- og þróunarverkefni næstu árin. Nánar er hægt að fræðast um Spítalann okkar á vef samtakanna.

Lesa meira

7. maí 2024 : Þýskir verkfræðinemendur í heimsókn

Margvíslegir hópar, víðs vegar að, koma á framkvæmdasvæðið við Hringbraut til að fræðast um byggingarnar og starfsemina. Þann 19. apríl síðastliðinn tók NLSH á móti sextán verkfræðinemum frá háskóla í Þýskalandi og eftir að hlustað á kynningu var farið í vettvangsferð um svæðið undir handleiðslu starfsmanna NLSH.

Lesa meira

Sjá allar fréttir