Nýr heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fjallar um heilbrigðismálin í grein í Morgunblaðinu í dag.


Þar kemur fram að áhersla nýrrar ríkisstjórnar sé á heilbrigðismálin.


Svandís segir;


„Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023“.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að rekstur nýja sjúkrahótelsins verði boðinn út.

Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur hótelsins í samvinnu við Ríkiskaup. 

Markmiðið með rekstri hótelsins er að útvega fólki af landsbyggðinni gistingu sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda, styðja við bataferli sjúklinga og að bjóða aðstandendum upp á gistingu.

Sjúkrahótelið verður tekið í notkun í byrjun árs 2018.

Frétt um málið má sjá hér

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.


Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.


Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.


Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.

Nýr heilbrigðisráðherra, Óttar Pooppe, segir í viðtali við Morgunblaðið að hann vilji hraða uppbyggingu við Hringbraut.


„Spýta þarf í lófana og hefja vinnu við uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hjúkrunarheimila og huga jafnframt að mönnun margra heilbrigðisstétta“, segir Óttar.


Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.


„Sem betur fer erum við nú komin af stað með það. Meðferðarkjarninn er fjármagnaður í fjármálaáætlun.“ Vilji sé til þess að hann verði kominn í notkun fyrir árið 2023, segir Óttar jafnframt.

 

Frétt um málið má sjá hér

Kristjáns Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði á ársfundi Landspítalans, sem haldinn var í dag, að tryggt væri fjármagn til byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins.

„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján.

„Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“

Frétt um málið má nálgast hér

Forstjóri Landspítala, Páll Matthíasson, fjallar í vikulegum pistli sínum um nýafstaðið málþing sem Spítalinn okkar félagasamtök héldu í vikunni. Málþingið bar yfirskriftina „nýr Landspítali loks í augsýn“ þar sem flutt voru mörg fróðleg erindi um stöðu Landspítalaverkefnisins.

Eftir málþingið var rætt við Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Pál Matthíasson og nokkra af fyrirlesurum málþingsins. Í máli heilbrigðisráðherra kom m.a. fram að full sátt sé um verkefnið á Alþingi og unnið sé eftir þeirri áætlun sem þingið hefur samþykkt. Ráðherra ræddi einnig um hversu mikill samhljómur hefði verið meðal ræðumanna og hversu nauðsynlegt það væri að Íslendingar standi saman og haldi uppi hágæða heilbrigðisþjónustu.

„Liður í þvi er að endurgera þjóðarsjúkrahúsið“, sagði Kristján Þór.

„Það er ekkert karpað um þetta lengur á þingi, þingið hefur sett lög um byggingu Landspítalans við Hringbraut, það hefur verið samþykkt þingsályktun, það hafa verið samþykkt fjárlög í tvígang, það hefur verið samþykkt ríkisfjármálaáætlun til nokkurra ára þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut“, segir Kristján að lokum.

Birgir Jakobsson, landlæknir, sagði að flæðið í erindum þeirra sem töluðu hafi öll stefnt í sömu átt. Birgir lagði mikla áherslu á það að þegar byggt væri þjóðarsjúkrahús þá væri mikilvægt að líta til heilbrigðiskerfisins í heild.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði að það sem stæði upp úr væri hversu frábær yfirferð hefði verið á málþinginu og hversu mikilvægt það væri að byggja nýjan spítala. Það ætti ekki að taka svo langan tíma að byggja þegar hönnunarferli lýkur.

Pistil forstjóra Landspítala og viðtöl sem tekin voru eftir málþingið má sjá hér