Umhverfismat

Vinningstillaga SPITAL hópsinsVinningstillaga SPITAL hópsinsÞrátt fyrir að deiliskipulag nýs Landspítala sé ekki matsskylt samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana hefur samt sem áður verið ákveðið að vinna slíkt umhverfismat sökum umfangs og staðsetningar verkefnisins. SPITAL hópurinn hefur umsjón með matsvinnunni og er í þeirri vinnu stuðst við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar en mat verður lagt m.a. á eftirtalda umhverfisþætti:

  • Umferð, aðgengi og bílastæði.
  • Öryggismál og áhættumál.
  • Loftgæði.
  • Hljóðvist.
  • Grunnvatn og grunnvatnsstrauma.
  • Ásýnd.
  • Skuggamyndun og vindafar.
  • Húsvernd og hverfisvernd.
  • Aðföng og meðferð og förgun á sorpi.