21. nóvember 2016

Fyrirhuguð nýbygging Heilbrigðisvísindasviðs HÍ - hluti af Hringbrautarverkefninu

Í nýlegri grein í tímaritinu Sóknarfæri er rætt við rektor Háskóla Íslands, Jón Atla Benediktsson, um fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Háskóla Íslands.

Þar kemur m.a. fram að í tengslum við fyrirhugaða byggingu nýs Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands reisi byggingu við Læknagarð en þar fer nú fram kennsla og rannsóknir á vegum Heilbrigðisvísindasviðs.

Byggingin verður á fjórum hæðum og þar verða kennslustofur, aðstaða fyrir nemendur, skrifstofur Heilbrigðisvísindasviðs, bókasafn, veitingaaðstaða og vinnuaðstaða kennara.

Á árinu 2010 fór fram samkeppni um spítalasvæðið og var nýbygging Heilbrigðisvísindasviðs hluti af þeirri samkeppni.

Viðtalið við Jón Atla má nálgast hér og er á bls. 20